Fortsätt till huvudinnehåll

Inlägg

Visar inlägg från februari, 2013

Meira frá Tékkó

Bloggsíða leggur fólki skyldur á herðar. Ekki síst ef um er að ræða ferðablogg. En flakk um Evrópu undanfarið hefur tafið fyrir skriftum og það er ekki fyrr en núna, í mínum eigin stofusófa með götóttu áklæði, að ég gef mér tíma til að rekja aðeins flandrið undanfarna viku. Hótel Antík á Dlouhá Eftir tveggja vikna dvöl í fagra og þægilega, gamla bænum Český Krumlov í Tékklandi lá leiðin til Prag. Við tókum rútu og gátum því horft á fallegt landslag þar sem ránfuglar sátu á staurum, dádýr nörtuðu gras sem stóð upp úr snjóföl, moldvörpuhrúgur mátti sjá á engjum og hér og þar glitti í bjórverksmiðjur. Við bóndabæi sáust líka svín í girðingum og brúnar hænur á vappi. Þvílík sæla ef íslenskir bændur hleyptu svínunum sínum út! Við ókum líka í gegnum borgirnar Budejovice og Písek sem aðdáendur góða dátans Svejks vita ýmislegt um. Ég hefði alveg getað hugsað mér að stökkva úr rútunni og dvelja nokkra daga á þeim stöðum. Þegar við komum til Prag tókum við jarðlest á næstu lestarstöð við H