Fortsätt till huvudinnehåll

Inlägg

Visar inlägg från november, 2017

Kaupmannahöfn

Í annað skipti á þessu ári er ég stödd í borginni við Eyrarsund. Ég er í miklu hipsteragettói á Norðurbrú. Hér er fólkið fagurt, kaffið með jurtamjólkinni gott og baðherbergin endurnýjuð. En fólk reykir samt enn á börum og svölum og í gær gekk ég í gegnum grasreykingaský, það minnti mig nú örlítið á miðbik Laugavegar. Það er reyndar eitthvað um það að fólk sé skotið hér í grenndinni, ég nenni samt ekki að vera stressuð og í skotheldu vesti, held líka að í bili sé búið að semja um vopnahlé við eiturlyfjarússaða og byssuóða unglinga í tilvistarkreppu. Íbúðina fann ég á airbnb og hún er alveg dásamleg, með svölum sem snúa inn í garð og full af vínylplötum og ljóðabókum. Á ísskápnum er ástarbréf og það er svo fallega orðað að þegar ég las það (auðvitað má lesa bréf sem hanga framan á ísskápum) hefði ég tárast smá væri ég ekki svellkaldur nagli með hjarta úr steini. Skrifarinn fær næstum óþægilega öran púls við að hugsa um íbúðareigandann og viðkomandi elskar hvern einasta sentimetra af

Mårrans!

Í síðustu viku fór ég til Vestmannaeyja og eftir nokkra daga er Akureyrarferð á döfinni og eftir það Danmerkurferð. Þessa vikuna er ég í Reykjavík að rækta með mér hefðbundið skammdegisþunglyndi og eyða peningum í eitthvað sem ég held að geti fært mér slatta af hamingju. Ég hef samt ekki keypt margar bækur, bara eina ljóðabók sem ég á eftir að lesa, en titillinn lýsir lífi mínu að vissu leyti ágætlega, Ég lagði mig aftur . Ég hef samt lesið nokkrar nýjar og ágætar bækur en mig vantar eiginlega ævisögur, það eru nokkrar að koma út þessa dagana sem mig langar að lesa. Annars er starf þessarar viku, verkefni sem mætti alveg ganga hraðar, að þýða bók um múmínálfa. Það er auðvitað varla hægt að hugsa sér skemmtilegra verkefni svo ég má teljast óskabarn gæfunnar hvað það varðar. Í morgun velti ég því fyrir mér hvort fólk sem safnar múmínálfabollum hafi lesið bækurnar og spáð í Morrann. Vangavelturnar komu til af því að ég las grein um Morrann í útlensku blaði. Þar vék greinarhöfundur að því

Málfar

Málbreytingar hafa mér alltaf fundist áhugaverðar. Ég man nákvæmlega hvar og hvenær ungur maður otaði að mér konfektkassa árið 1985 og bauð mér mola með orðunum: „Ég var að versla mér konfekt“. Mér fannst þetta merkilegt orðfæri, ég hafði aldrei heyrt sögnina að versla notaða nema um magninnkaup og verslunarleiðangra. Nú er alvanalegt að menn versli sér skópar eða pulsu og ég er löngu hætt að velta þessu orðalagi fyrir mér. Ég man líka að ég heyrði dvalarhorfið fyrst notað eins og nú er mjög algengt þegar kona sem ég vann með á leikskóla í Austurbænum árið 2001 sagði „Ég er ekki að skilja þetta barn.“ Mér fannst þetta áhugavert, enda skrifaði Jón G. Friðjónsson pistil í Moggann nokkrum árum síðar og sagði þetta komið frá íþróttafréttamönnum og brjóta í bága við málvenjur. Ég held samt að mér hafi fundist þetta töff og að það hafi liðið mjög skammur tími þar til ég hafði tekið upp þennan dvalarhorfsósið. Áðan byrjaði ég að lesa nýja bók eftir ungan höfund (ég er líklega byrjuð á a

Bækur

Ég hef ekki opnað þetta blogg síðan ég var á Sikiley fyrir tæpum tveimur mánuðum, en ákvað rétt í þessu að ég hefði tíma og væri í stuði til að skrifa smávegis. Það er dálítið mikið að gera, ég þeysist um landið ásamt Atla/Kött Grá Pje því við erum skáld í skólum þessa dagana. Í vikunni höfum við verið í skólum í Reykjavík, á Flúðum og í Grindavík að hitta skemmtilega unglinga en í dag er frí frá því verkefni. Í dag þarf ég hins vegar að flengjast upp á Funahöfða og lesa úr nýrri bók sem við Hildur skrifuðum saman, það er framhald af bókinni um Dodda sem kom út fyrir nákvæmlega ári, ég mæli með henni! Nú og svo er ég byrjuð að þýða nýja (en samt gamla) bók. Í gærkvöldi horfði ég á heimildarmynd á Netflix um Joan Didion. Myndin er alveg ágæt, kannski dálítið yfirborðsleg, en mér finnst samt heimildarmyndir um áhugavert fólk alltaf forvitnilegar. Í myndinni kom fram að Joan drakk (eða drekkur) kók og borðaði hnetur í morgunmat, það finnst mér svalt. Í kjölfarið rifjaði ég upp blogg sem